Fram sýndi sínar allra bestu hliðar og unnu með mjög öguðum leik auðveldan 3:1 sigur á Breiðabliki í Laugardalnum í kvöld.
Áður en fjórar mínútur voru liðnar höfðu Blikar átt hörkuskot í slá og stöng en síðan gerðist ekki neitt. Fram tók völdin og Hjálmar Þórarinsson skoraði á 9. mínútu, Almarr Ormarson á 23. og síðan Jón Guðni Fjóluson mínútu fyrir leikhlé. Blikar náðu aðeins að komast inní leikinn með því að skipta inná ferskum fótum og Guðmundur Kristjánsson minnkaði muninn í 3:1 á 71. mínútu en þar við sat.
Þar með varð Breiðablik að víkja úr efsta sæti deildarnnar því Eyjamenn unnu í dag en Fram er enn um miðja deild.
Lið Fram: Hannes Þór Halldórsson, Kristján Hauksson, Halldór Hermann Jónsson, Daði Guðmundsson, Jón Gunnar Eysteinsson, Samuel Tillen, Hjálmar Þórarinsson, Almarr Ormarson, Jón Guðni Fjóluson, Tómas Leifsson, Josep Tillen.
Varamenn: Ögmundur Kristinsson, Kristinn Ingi Halldórsson, Hlynur Atli Magnússon, Orri Gunnarsson, Alexander Veigar Þórarinsson, Guðmundur Magnússon, Jón Orri Ólafsson.
Lið Breiðabliks: Ingvar Þór Kale, Árni Kristinn Gunnarsson, Finnur Orri Margeirsson, Elfar Freyr Helgason, Kári Ársælsson, Kristinn Steindórsson, Alfreð Finnbogason, Olgeir Sigurgeirsson, Guðmundur Kristjánsson, Jökull Elísabetarson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson.Varamenn: Sigmar Ingi Sigurðarson, Haukur Baldvinsson, Rannver Sigurjónsson, Guðmundur Pétursson, Elvar Páll Sigurðsson, Tómas Óli Garðarsson, Andri Rafn Yeoman.