Grindvíkingar fóru á kostum í kvöld þegar þeir unnu Fram 3:0 í Grindavík í Pepsideild karla í knattspyrnu og sigurinn var verðskuldaður.
Eftir ákafar sóknir gekk allt upp þegar Gilles Ondo skoraði á 19. mínútu eftir góða sendingu Orra Freys Hjaltalín og aðeins mínútu síðar bætti Hafþór Ægir Vilhjálmsson við marki eftir sendingu Grétars Ólafs Hjartarsonar. Gilles Ondo innsiglaði svo sigurinn á síðustu mínútu leiksins.
Með sigrinum tókst Grindvíkingum að mjaka sér aðeins frá botnbaráttunni en Fram féll niður í 5. sæti deildarinnar.Lið Grindavíkur: Óskar Pétursson, Auðun Helgason, Jóhann Helgason, Scott Ramsay, Orri Freyr Hjaltalín,Loic Mbang Ondo, Ólafur Örn Bjarnason, Gilles Mbang Ondo, Jósef Kristinn Jósefsson, Grétar Ólafur Hjartarson, Hafþór Ægir Vilhjálmsson.
Varamenn: Rúnar Þór Daníelsson, Óli Baldur Bjarnason, Ray Anthony Jónsson, Gjorgi Manevski, Guðmundur Andri Bjarnason, Alexander Magnússon, Emil Daði Símonarson.
Lið Fram: Hannes Þór Halldórsson, Kristinn Ingi Halldórsson, Halldór Hermann Jónsson, Daði Guðmundsson, Jón Gunnar Eysteinsson, Almarr Ormarson, Hlynur Atli Magnússon, Guðmundur Magnússon, Ívar Björnsson, Jón Orri Ólafsson, Josep Tillen.Varamenn: Ögmundur Kristinsson, Hörður Björgvin Magnússon, Rúrik Andri Þorfinnsson, Orri Gunnarsson, Alexander Veigar Þórarinsson, Tómas Leifsson.