Grindavík í ham, vann Fram 3:0

Grindvíkingar fagna marki gegn Fram í kvöld.
Grindvíkingar fagna marki gegn Fram í kvöld. mbl.is/Sölvi Logason

Grindvíkingar fóru á kostum í kvöld þegar þeir unnu Fram 3:0 í Grindavík í Pepsideild karla í knattspyrnu og sigurinn var verðskuldaður.  

Eftir ákafar sóknir gekk allt upp þegar Gilles Ondo skoraði á 19. mínútu eftir góða sendingu Orra Freys Hjaltalín og aðeins mínútu síðar bætti Hafþór Ægir Vilhjálmsson við marki eftir sendingu Grétars Ólafs Hjartarsonar.  Gilles Ondo innsiglaði svo sigurinn á síðustu mínútu leiksins.

 Með sigrinum tókst Grindvíkingum að mjaka sér aðeins frá botnbaráttunni en Fram féll niður í 5. sæti deildarinnar. 

Lið Grindavíkur:  Óskar Pétursson, Auðun Helgason, Jóhann Helgason, Scott Ramsay,  Orri Freyr Hjaltalín,Loic Mbang Ondo, Ólafur Örn Bjarnason, Gilles Mbang Ondo, Jósef Kristinn Jósefsson, Grétar Ólafur Hjartarson, Hafþór Ægir Vilhjálmsson.

Varamenn:  Rúnar Þór Daníelsson, Óli Baldur Bjarnason, Ray Anthony Jónsson, Gjorgi Manevski, Guðmundur Andri Bjarnason, Alexander Magnússon, Emil Daði Símonarson.

Lið Fram: Hannes Þór Halldórsson, Kristinn Ingi Halldórsson, Halldór Hermann Jónsson, Daði Guðmundsson, Jón Gunnar Eysteinsson, Almarr Ormarson, Hlynur Atli Magnússon, Guðmundur Magnússon, Ívar Björnsson, Jón Orri Ólafsson, Josep Tillen.

Varamenn: Ögmundur Kristinsson, Hörður Björgvin Magnússon, Rúrik Andri Þorfinnsson, Orri Gunnarsson, Alexander Veigar Þórarinsson, Tómas Leifsson.

 
Jóhann Helgason sækir að Ívari Björnssyni sem er með boltann.
Jóhann Helgason sækir að Ívari Björnssyni sem er með boltann. mbl.is/Ómar
Staðan fyrir leiki kvöldsins.
Staðan fyrir leiki kvöldsins.
Grindavík 3:0 Fram opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert