Grindavík vann 3:1 sigur á Íslandsmeisturum FH í 16. umferð Pepsideildar karla í knattspyrnu í kvöld. Gilles Mbang Ondo fór langt með að tryggja sigurinn þegar hann skoraði annað mark Grindavíkur undir lok leiksins með stórglæsilegum hætti. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
FH komst yfir í fyrri hálfleik með marki frá Atla Viðari Björnssyni en Ondo jafnaði metin skömmu síðar. Óli Baldur Bjarnason gulltryggði sigurinn með marki á lokasekúndum leiksins.
Grindavík: (4-4-2) Óskar Pétursson - Alexander Magnússon, Auðun Helgason, Ólafur Örn Bjarnason, Jósef Kristinn Jósefsson - Scott Ramsay, Orri Freyr Hjaltalín, Jóhann Helgason, Hafþór Ægir Vilhjálmsson - Gilles Mbang Ondo, Grétar Hjartarson.
Varamenn: Óli Baldur Bjarnason, Ray Anthony Jónsson, Gjorgi Manevski, Matthías Örn Friðriksson, Benóný Þórhallsson, Guðmundur Andri Bjarnason, Emil Daði Símonarson.
FH: (4-3-3) Gunnleifur Gunnleifsson - Guðmundur Sævarsson, Tommy Nielsen, Freyr Bjarnason, Hjörtur Logi Valgarðsson - Pétur Viðarsson, Björn Daníel Sverrisson, Matthías Vilhjálmsson - Ólafur Páll Snorrason, Atli Viðar Björnsson, Atli Guðnason.
Varamenn: Gunnar Már Guðmundsson, Gunnar Kristjánsson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Torger Motland, Gunnar Sigurðsson, Helgi Valur Pálsson, Einar Karl Ingvarsson.