Grindvíkingar lögðu topplið ÍBV að velli, 1:0, í 17. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsideildinni, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld. ÍBV er áfram á toppnum en Breiðablik fær nú tækifæri til að komast á toppinn annað kvöld þegar liðið tekur á móti Haukum á Kópavogsvelli.
Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoraði sigurmark Grindvíkinga á 26. mínútu og þeir stóðust pressu ÍBV undan roki í seinni hálfleiknum. Sjöundi leikur Grindvíkinga í röð án taps og þeir lyftu sér uppfyrir Fylki og í 9. sætið.
Lið ÍBV: Albert Sævarsson, James Hurst, Matt Garner, Finnur Ólafsson, Andri Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson, Tonny Mawejje, Eyþór Helgi Birgisson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Danien Justin Warlem, Rasmus Steenberg Christiansen.
Varamenn: Elías Fannar Stefnisson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Anton Bjarnason, Ásgeir Aron Ásgeirsson, Arnór Eyvar Ólafsson, Denis Sytnik, Gauti Þorvarðarson.
Lið Grindavíkur: Óskar Pétursson, Auðun Helgason, Jóhann Helgason, Scott Ramsey, Orri Freyr Hjaltalín, Ólafur Örn Bjarnason, Gilles Mbang Ondo, Jósef Kristinn Jósefsson, Grétar Ólafur Hjartarson, Alexander Magnússon, Hafþór Ægir Vilhjálmsson.
Varamenn: Rúnar Dór Daníelsson, Óli Baldur Bjarnason, Ray Anthony Jónsson, Gjorgi Manevski, Loic Mbang Ondo, Guðmundur Andri Bjarnason, Emil Daði Símonarson