Nær ÍBV fimm stiga forystu?

Stuðningsmenn ÍBV hafa verið kátir í sumar.
Stuðningsmenn ÍBV hafa verið kátir í sumar. mbl.is/Sigfús Gunnar

Eyjamenn taka á móti Grindvíkingum og FH-ingar fá Fylki í heimsókn í tveimur fyrstu leikjum 17. umferðar úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar, sem hefjast klukkan 18 í dag.

ÍBV á möguleika á að ná fimm stiga forystu og setja með því aukna pressu á Breiðablik sem tekur á móti Haukum annað kvöld. ÍBV hefur 33 stig á toppnum og Breiðablik 31.

Grindvíkingar eru hinsvegar ósigraðir í síðustu sex leikjum sínum og eru í 10. sætinu með 16 stig eftir góðan 3:1 sigur á FH á dögunum.

FH er með 26 stig í þriðja sætinu og á orðið frekar veika von um að halda meistaratitlinum en dugar ekkert nema sigur til að halda í hana. Fylkir er í 9. sæti með 18 stig, fjórum stigum frá fallsæti deildarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka