Langþráður sigur hjá Haukunum

Jökull I. Elísabetarson úr Breiðabliki og Úlfar Hrafn Pálsson úr …
Jökull I. Elísabetarson úr Breiðabliki og Úlfar Hrafn Pálsson úr Haukum. mbl.is/Jakob Fannar

Haukar unnu í kvöld sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni og um leið sinn fyrsta sigur í efstu deild frá árinu 1979 þegar þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu Breiðablik á útivelli, 2:0. Daníel Einarsson skoraði fyrra mark Haukanna og það síðara var sjálfsmark fyrirliðans Kára Ársælssonar. Blikarnir léku manni færri í seinni hálfleik en undir lok fyrri hálfleiks var Elfar Freyr Helgason rekinn útaf.

Lið Breiðabliks: Ingvar Þór Kale, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Kári Ársælsson, Elfar Freyr Helgason, Kristinn Jónsson, Kristinn Steindórsson, Guðmundur Kristjánsson, Finnur Orri Margeirsson, Jökull Elísabetarson, Haukur Baldvinsson, Alfreð Finnbogason.
Varamenn: Sigmar Ingi Sigurðarson, Árni Kristinn Gunnarsson, Olgeir Sigurgeirsson, Rannver Sigurjónsson, Guðmundur Pétursson, Tómas Óli Garðarsson, Andrei Rafn Yeoman.

Lið Hauka: Daði Lárusson, Jamie McCunnie, Guðjón Pétur Lýðsson, Úlfar Hrafn Pálsson, Hilmar Rafn Emilsson, Hilmar Geir Eiðsson, Arnar B. Gunnlaugsson, Gunnar Ormslev Ásgeirsson, Daníel Einarsson, Grétar Atli Grétarsson.
Varamenn:
Amir Mechia, Þórhallur Dan Jóhannsson, Garðar Ingvar Geirsson, Björgvin Stefánsson, Aron Jóhannsson, Alexandre Garcia Canedo, Magnús Björgvinsson.

Breiðablik 0:2 Haukar opna loka
90. mín. Leik lokið Haukar fagna gífurlega fyrsta sigri sínum í deildinni.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert