Danski knattspyrnumaðurinn Dennis Danry sem leikur með Stjörnunni segir í viðtali við danska netmiðilinn bold.dk í dag að hann sé ánægður með lífið í Garðabænum og vilji leika áfram með Stjörnumönnum.
Danry, sem lék áður með Fremad Amager, Herfölge, Köge og SönderjyskE, er að ljúka sínu þriðja tímabili á Íslandi en hann spilaði í tvö ár með Þrótti áður en hann kom til Stjörnunnar fyrir þetta tímabil.
„Ég vil gjarnan leika áfram með liðinu. Þetta er fínt félag og ef við stöndum okkur í síðustu leikjunum náum við kannski að bæta góðum leikmönnum í hópinn. Þá verður þetta enn skemmtilegra á næsta tímabili," sagði Danry við bold.dk.
Hann útilokar hinsvegar ekki að snúa aftur til Danmerkur, allavega um tíma, vegna þess hve stutt keppnistímabilið sé á Íslandi.