Öruggur sigur KR í Árbænum

Þórir Hannesson miðvörður Fylkis og Guðjón Baldvinsson framherji KR eigast …
Þórir Hannesson miðvörður Fylkis og Guðjón Baldvinsson framherji KR eigast við í leiknum í kvöld. mbl.is/Jakob Fannar

KR vann öruggan sigur á Fylki, 4:1, í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsideildinni, á Fylkisvelli í kvöld og er þar með komið að hlið Breiðabliks í 2.-3. sæti deildarinnar með 31 stig.

Jóhann Þórhallsson kom Fylki yfir í byrjun leiks en Guðjón Baldvinsson og Kjartan Henry Finnbogason svöruðu fljótlega fyrir KR. Guðmundur Reynir Gunnarsson kom KR í 3:1 í byrjun síðari hálfleiks og eftir það var sigurinn ekki í hættu. Guðjón innsiglaði hann með fjórða markinu. Rétt fyrir leikslok fékk Tómas Þorsteinsson Fylkismaður rauða spjaldið.

Lið Fylkis: Fjalar Þorgeirsson - Andrés Már Jóhannesson, Þórir Hannesson, Kristján Valdimarsson, Tómas Þorsteinsson - Valur Fannar Gíslason, Ólafur Ingi Stígsson, Ásgeir Börkur Ásgeirsson, - Ingimundur Níels Óskarsson, Jóhann Þórhallsson, Kjartan Ágúst Breiðdal.
Varamenn: Pape M. Faye, Andrew Bazi, Benedikt Óli Breiðdal, Ásgeir Örn Arnþórsson, Andri Már Hermannsson, Friðrik Ingi Þráinsson, Davíð Þór Ásbjörnsson.

Lið KR: Lars Ivar Moldskred - Skúli Jón Friðgeirsson, Grétar S. Sigurðarson, Mark Rutgers, Guðmundur R. Gunnarsson - Viktor Bjarki Arnarsson, Baldur Sigurðsson, Bjarni Guðjónsson - Kjartan Henry Finnbogason, Guðjón Baldvinsson, Óskar Örn Hauksson.
Varamenn: Þórður Ingason, Björgólfur Takefusa, Dofri Snorrason, Egill Jónsson, Auðunn Örn Gylfason, Hróar Sigurðsson, Gunnar Örn Jónsson.

Fylkir 1:4 KR opna loka
90. mín. Leik lokið Afar öruggur sigur KR-inga í höfn.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert