KR og FH mættust í 18. umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta, Pepsideildinni, á KR-vellinum klukkan 18.00. FH sigraði 1:0 með marki Atla Viðars Björnssonar á 25. mínútu. FH hefur þá unnið sjö deildaleiki í röð á KR-vellinum. FH er fjórum stigum á eftir toppliði ÍBV en KR er fimm stigum á eftir ÍBV. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
Byrjunarlið KR: Lars Moldskred - Skúli Jón Friðgeirsson, Grétar Sigurðarson, Mark Rutgers, Guðmundur Reynir Gunnarsson - Egill Jónsson, Baldur Sigurðsson, Viktor Bjarki Arnarsson - Óskar Örn Hauksson , Dofri Snorrason, Guðjón Baldvinsson.
Varamenn: Þórður Ingason - Björgólfur Takefusa, Auðunn Gylfason, Hróar Sigurðsson, Gunnar Örn Jónsson, Eggert Rafn Einarsson, Davíð Einarsson.
Byrjunarlið FH: Gunnleifur Gunnleifsson - Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Pétur Viðarsson, Tommy Nielsen, Freyr Bjarnason - Bjarki Gunnlaugsson, Hjörtur Logi Valgarðsson, Gunnar Már Guðmundsson - Matthías Vilhjálmsson, Atli Viðar Björnsson, Atli Guðnason.
Varamenn: Gunnar Sigurðsson - Torger Motland, Jón Ragnar Jónsson, Hákon Hallfreðsson, Hafþór Þrastarson, Helgi Valur Pálsson, Einar Karl Ingvarsson.