„Við getum komist í dýrlega stöðu“

Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. mbl.is

Einn af úrslitaleikjunum um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum á morgun þegar topplið ÍBV tekur á móti KR-ingum. Eyjamenn mæta til leiksins með tveggja stiga forskot á Breiðablik í toppsætinu og með sigri færist ÍBV nær sínum fjórða meistaratitli og þeim fyrsta í 12 ár. KR-ingar eru í fjórða sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir Eyjamönnum, og allt annað en sigur gerir það að verkum að KR-ingar missa af lestinni.

„Ég held að þetta verði flottur og skemmtilegur leikur. Þetta er einn af þessum úrslitaleikjum og víst er mikið undir,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, við Morgunblaðið en Heimir hefur náð frábærum árangri í sumar.

Nánar er fjallað um leikina sem fram fara á morgun í úrvalsdeild karla í fjögurra síðna íþróttablaði Morgunblaðsins. Þar er rætt m.a. við Rúnar Kristinsson þjálfara KR. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert