Umdeild vítaspyrna tryggði FH sigur

Pétur Viðarsson og Guðmundur Þórarinsson eigast hér við í leiknum …
Pétur Viðarsson og Guðmundur Þórarinsson eigast hér við í leiknum í kvöld. mbl.is/Ómar

Íslandsmeistarar FH eru áfram í bullandi titilbaráttu í Pepsideild karla í knattspyrnu eftir 2:1 sigur á Selfossi í 19. umferð í kvöld. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is.

FH komst yfir snemma leiks en Selfyssingar jöfnuðu metin um miðjan seinni hálfleikinn. Skömmu síðar kom hins vegar sigurmark FH-inga sem var úr vítaspyrnu sem við fyrstu sýn virtist ansi ódýr.

Eftir sigurinn er FH tveimur stigum á eftir toppliði Breiðabliks og einu stigi á eftir ÍBV. Selfoss er hins vegar fjórum stigum á eftir Fylki sem er í 10. og neðsta örugga sæti deildarinnar.

Staðan í deildinni þegar einum leik er ólokið í 19. umferð.
Fram og Keflavík eigast við á morgun:
Breiðablik 37 stig
ÍBV 36 stig
FH 35 stig
KR 34 stig
Valur 28 stig
Fram 26 stig
Stjarnan 24 stig
Keflavík 24 stig
Grindavík 20 stig
Fylkir 18 stig
Haukar 14 stig
Selfoss 14 stig

FH: (4-3-3) Gunnleifur Gunnleifsson - Pétur Viðarsson, Freyr Bjarnason, Tommy Nielsen, Hjörtur Logi Valgarðsson - Björn Daníel Sverrisson, Gunnar Már Guðmundsson, Matthías Vilhjálmsson - Ólafur Páll Snorrason, Atli Viðar Björnsson, Atli Guðnason.
Varamenn: Gunnar Sigurðsson, Gunnar Kristjánsson, Torger Motland, Hákon Atli Hallfreðsson, Brynjar Ásgeir Guðmundsson, Helgi Valur Pálsson, Einar Karl Ingvarsson.

Selfoss: (4-4-2) Jóhann Ólafur Sigurðsson - Sigurður Eyberg Guðlaugsson, Stefán Ragnar Guðlaugsson, Jón Guðbrandsson, Andri Freyr Björnsson - Ingþór Jóhann Guðmundsson, Ingólfur Þórarinsson, Martin Dohlsten, Guðmundur Þórarinsson - Viðar Örn Kjartansson, Viktor Unnar Illugason.
Varamenn: Elías Örn Einarsson, Arilíus Marteinsson, Kjartan Sigurðsson, Sævar Þór Gíslason, Davíð Birgisson, Jón Daði Böðvarsson, Einar Ottó Antonsson.

FH 2:1 Selfoss opna loka
90. mín. Það eru fimm mínútur í uppbótartíma svo enn er von fyrir Selfyssinga til að jafna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka