Breiðablik áfram á toppnum

Guðmundur Kristjánsson úr Breiðabliki og Kjartan Henry Finnbogason úr KR …
Guðmundur Kristjánsson úr Breiðabliki og Kjartan Henry Finnbogason úr KR eigast við í leiknum í dag. mbl.is/Eggert

Breiðablik er áfram á toppi Pepsi-deildar karla í knattspyrnu eftir öruggan sigur, 3:1, á KR í Frostaskjóli í kvöld. Tapið þýðir að KR er svo gott sem úr leik í keppninni um Íslandsmeistaratitilinn, en Blikar halda toppsætinu en ÍBV og FH er skammt undan.

KR-ingar voru miklum mun sterkari í fyrri hálfleik en þeim lánaðist ekki að skora en það gerðu leikmenn Breiðabliks hinsvegar. Haukur Baldvinsson kom þeim yfir eftir snotra sókn á 37. mínútu. Aðeins voru liðnar fimm mínútur af síðari hálfleik þegar Breiðablik hafði bætt við tveimur mörkum til viðbótar. Kristinn Steindórsson skoraði fyrra markið á 48. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar bætti Alfreð Finnbogason við marki.

KR-ingar hertu róðurinn þegar þeir voru komnir þremur mörkum undir. Guðjón Baldvinsson minnkaði muninn í 3:1 á 64. mínútu. Þrátt fyrir þungar sóknir tókst heimamönnum ekki að bæta við mörkum. Sóknarleikur þeirra var á tíðum ekki nógu markviss og síðan vantaði upp á meiri nákvæmni í sendingum. Blikar voru skeinuhættir í skyndisóknum sínum en þeir vörðust skipulega og af miklum þrótti og einbeitingu. Og það voru þeir sem fögnuðu sem fjölmörgum stuðningsmönnum sínum í leikslok þegar fjölmargir stuðningsmenn KR-inga voru fyrir nokkru horfnir út haustkvöldið í vesturbænum.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Byrjunarlið KR: Lars Ivar Moldskred - Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Bjarni Guðjónsson (F), Kjartan Henry Finnbogason, Skúli Jón Friðgeirsson, Baldur Sigurðsson, Óskar Örn Hauksson, Viktor Bjarki Arnarsson, Mark Rutgers, Guðmundur Reynir Guðmundsson, Guðjón Baldvinsson.
Varamenn: Þórður Ingason (M), Björgólfur Takefusa, Dofri Snorrason, Egill Jónsson, Auðunn Örn Gylfason, Gunnar Örn Jónsson, Eggert Rafn Einarsson.

Byrjunarlið Breiðabliks: Ingvar Þór Kale (M) - Finnur Orri Margeirsson, Elfar Freyr Helgason, Kári Ársælsson, Kristinn Steindórsson, Haukur Baldvinsson, Alfreð Finnbogason, Guðmundur Kristjánsson, Jökull I. Elisabetarson, Kristinn Jónsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson.
Varamenn: Sigmar Ingi Sigurðarson (M), Olgeir Sigurgeirsson, Rannver Sigurjónsson, Guðmundur Pétursson, Elvar Páll Sigurðsson, Tómas Óli Garðarsson, Andri Rafn Yeoman.  

KR 1:3 Breiðablik opna loka
90. mín. uppbótartíminn er fjórar mínútur.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert