Til tíðinda getur dregið í fallbaráttunni í kvöld

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson og Haukamaðurinn Hilmar Rafn Emilsson í …
Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson og Haukamaðurinn Hilmar Rafn Emilsson í baráttu um boltann. Lið þeirra geta fallið úr Pepsi-deildinni í kvöld. mbl.is/hag

Til tíðinda getur dregið í botnbaráttu Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu í kvöld þegar 20. umferðin fer fram. Nýliðarnir Haukar og Selfoss eiga það á hættu að falla fari svo að þeir tapi leikjum sínum á sama tíma og Fylkir fari með sigur af hólmi.

*Selfoss, sem situr á botninum, tekur á móti Eyjamönnum í sannköllum suðurlandsskjálfta. Mikið er í húfi fyrir bæði lið. Selfyssingum veitir ekki af stigunum sem í boði eru og sömu sögu er að segja um Eyjamenn sem er í bullandi baráttu um Íslandsmeistaratitilinn sem þeir hömpuðu síðast fyrir 12 árum. Þess má geta að Herjólfur hefur seinkað seinni ferð sinni til Eyja og fer hann frá Þorlákshöfn klukkan 20.15.

*Haukar fá Framara í heimsókn á Vodafone-völlinn og líkt og Selfyssingum dugar Haukunum fátt annað en sigur til að eiga möguleika á að halda sæti sínu en strákarnir hans Andra Marteinssonar í Haukaliðinu er ósigraðir í þremur síðustu leikjum. Framarar hafa unnið þrjá leiki í röð og Safamýrarliðið á tölfræðilega enn möguleika á að verða Íslandsmeistari.

*Fylkismenn geta endanlega tryggt sæti sitt í deildinni með sigri gegn Grindavík. Fylkir hefur tapað fjórum leikjum í röð á meðan Grindvík hefur aðeins tapað einum af síðustu 9 leikjum. gummih@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert