Blikar í toppsætinu fyrir lokaumferðina - Selfoss fallið

Kristinn Steindórsson Bliki sækir en Stefán Ragnar Guðlaugsson Selfyssingur verst …
Kristinn Steindórsson Bliki sækir en Stefán Ragnar Guðlaugsson Selfyssingur verst í leiknum í dag. mbl.is/Eggert

Breiðablik held­ur topp­sæt­inu í Pepsi-deild­inni eft­ir 3:0 sig­ur á Sel­fyss­ing­um á Kópa­vogs­velli.  Með tap­inu féllu Sel­fyss­ing­ar en tak­ist Blik­um að leggja Stjörn­una í lokaum­ferðinni tryggja þeir sér Íslands­meist­ara­titil­inn í fyrsta sinn. Það voru þeir Guðmund­ur Kristjáns­son, Elf­ar Freyr Helga­son og Al­freð Finn­boga­son sem skoruðu mörk Blikanna í seinni hálfleik.

Lið Breiðabliks: Ingvar Þór Kale, Arn­ór Sveinn Aðal­steins­son, Kári Ársæls­son, Elf­ar Freyr Helga­son, Krist­inn Jóns­son, Guðmund­ur Kristjáns­son, Jök­ull Elísa­bet­ar­son, Finn­ur Orri Mar­geirs­son, Hauk­ur Bald­vins­son, Al­freð Finn­boga­son, Krist­inn Stein­dórs­son.
Vara­menn: Sig­mar Ingi Sig­urðar­son, Ol­geir Sig­ur­geirs­son, Rann­ver Sig­ur­jóns­son, Elv­ar Páll Sig­urðsson, Tóm­as Óli Garðars­son, Sverr­ir Ingi Inga­son, Andri Rafn Yeom­an.

Lið Sel­foss: Jó­hann Ólaf­ur Sig­urs­son, Aril­íus Marteins­son, Andri Freyr Björns­son, Ingólf­ur Þór­ar­ins­son, Sæv­ar þór Gísla­son, Vikt­or Unn­ar Ill­uga­son, Mart­in Dohlsten, Stefán Ragn­ar Guðlaugs­son, Jón Daði Böðvars­son, Jón Guðbrands­son.
Vara­menn: Elías Örn Ein­ars­son, Davíð Birg­is­son, Jean Stephane Yao Yao, Guðmund­ur Þór­ar­ins­son, Viðar Örn Kjart­ans­son, Gu­essen Bi Her­ve.

Breiðablik 3:0 Sel­foss opna loka
skorar Guðmundur Kristjánsson (59. mín.)
skorar Elfar Freyr Helgason (73. mín.)
skorar Alfreð Finnbogason (87. mín.)
Mörk
fær gult spjald Andri Rafn Yeoman (76. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Ingþór J. Guðmundsson (58. mín.)
fær gult spjald Ingólfur Þórarinsson (64. mín.)
mín.
90 Leik lokið
88 Rannver Sigurjónsson (Breiðablik) kemur inn á
88 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) fer af velli
87 MARK! Alfreð Finnbogason (Breiðablik) skorar
3:0 Varamaðurinn Tómas Óli átti frábæra rispu upp kantinn. Hann átti flotta sendingu á Alfreð sem lék á markvörðinn og skoraði af öryggi.
85 Viðar Örn Kjartansson (Selfoss) á skot í stöng
Minnstu munaði að Selfyssingum tækist að minnka muninn en skot Viðars fór í stöngina og þar sluppu Blikar með skrekkinn.
83 Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik) kemur inn á
83 Haukur Baldvinsson (Breiðablik) fer af velli
79 Jean Stephane Yao Yao (Selfoss) kemur inn á
79 Ingþór J. Guðmundsson (Selfoss) fer af velli
77 Martin Dohlsten (Selfoss) á skot framhjá
Hátt og langt yfir af um 25 metra færi.
76 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) fær gult spjald
- fyrir brot á Ingólfi Þórarinssyni.
75 Finnur Orri Margeirsson (Breiðablik) á skot framhjá
Skotið af löngu færi og algjörlega hættulaust.
73 MARK! Elfar Freyr Helgason (Breiðablik) skorar
2:0 Miðvörðurinn Elfar Freyr Helgason skallaði í netið eftir hornspyrnu Kristins Jónssonar. Blikar eru að tryggja sér þrjú mikilvæg stig.
72 Breiðablik fær hornspyrnu
64 Ingólfur Þórarinsson (Selfoss) fær gult spjald
Veðurguðinn togaði í Kristinn Jónsson og hlaut að launum gult spjald.
60 Breiðablik fær hornspyrnu
59 MARK! Guðmundur Kristjánsson (Breiðablik) skorar
1:0 Eftir aukaspyrnu til hliðar við vítateiginn barst boltinn til Guðmundar sem skoraði með hælspyrnu úr markteginum. Blikar eru eins og staðan er núna í toppsætinu.
58 Ingþór J. Guðmundsson (Selfoss) fær gult spjald
- fyrir brot á Andra Yeoman
52 Viðar Örn Kjartansson (Selfoss) á skot framhjá
Selfyssingar náðu góðri skyndisókn sen endaði með skoti frá Viðari en boltinn fór naumlega framhjá. Besta sókn Selfyssinga hingað til.
51 Breiðablik fær hornspyrnu
49 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Kristinn í sannkölluðu dauðafæri en skot hans af stuttu færi fór beint á Jóhann Ólaf markvörð Selfyssinga.
46 Viðar Örn Kjartansson (Selfoss) kemur inn á
46 Viktor Unnar Illugason (Selfoss) fer af velli
46 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) kemur inn á
46 Arnór S. Aðalsteinsson (Breiðablik) fer af velli
46 Leikur hafinn
45 Hálfleikur
Markalaust í hálfleik á Kópavogsvelli. Blikar hafa sótt megnið af leiknum en hefur ekki tekist að koma boltanum rétta boðleið. Selfyssingar hafa varist vel en sóknartilburðir þeirra eru vægt til orða tekið máttlausir.
38 Alfreð Finnbogason (Breiðablik) á skot sem er varið
Alfreð er enn að gera sig líklegan. Skotið með vinstri fæti fór beint á Jóhann Ólaf markvörð Selfoss.
36 Breiðablik fær hornspyrnu
31
Blikar hafa verið með boltann meira og minna allan tímann en staðan er enn 0:0. Selfyssingar ná ekkert að halda boltanum innan sinna raða og hugsa fyrst og fremst um að verjast.
25 Breiðablik fær hornspyrnu
25 Alfreð Finnbogason (Breiðablik) á skot sem er varið
Alfreð aftur í góðu færi en Ingþór Jóhann Guðmundsson bjargaði á marklínu.
20 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skot framhjá
Skot Kristins af stuttu færi fór í hliðarnetið.
20 Breiðablik fær hornspyrnu
19 Breiðablik fær hornspyrnu
Pressan er að aukast á mark Selfyssinga.
18 Alfreð Finnbogason (Breiðablik) á skot framhjá
Alfreð var í mjög góðu færi. Hann vippaði boltanum yfir markvörð Selfyssinga en boltinn fór hárfínt framhjá markinu.
16 Agnar Bragi Magnússon (Selfoss) kemur inn á
16 Jón Guðbrandsson (Selfoss) fer af velli
Jón kvartar yfir meiðslum.
15
Þetta er leikur sem Blikar gætu þurft að vera mjög þolinmóðir.
10
Selfyssingar draga lið sitt mjög aftarlega á völlinn og Blikarnir hafa ekki fundið glufu á fjölmennum varnarmúr gestanna.
7
Það er allt með kyrrum kjörum á Kópavogsvelli. Liðin eru að þreifa fyrir sér og við bíðum enn eftir fyrsta færi leiksins.
5 Selfoss fær hornspyrnu
1 Leikur hafinn
Blikar leika í átt að Fífunni.
0
Blikarnir stilla upp sama byrjunarliði og í leiknum gegn KR á fimmtudaginn þar sem Kópavogsliðið fór með sigur af hólmi, 3:1.
0
Þrjár breytingar eru á byrjunarliði Selfyssinga frá tapleiknum á móti Eyjamönnum á fimmtudaginn. Sigurður Eyberg Guðlaugsson tekur út leikbann og þá eru þeir Viðar Örn Kjartansson og Guðmundur Þórarinsson komnir á bekkinn. Í þeirra stað koma inn í liðið þeir Arilíus Marteinsson, Stefán Ragnar Guðlaugsson og Sævar Þór Gíslason.
0
Selfyssingurinn Sigurður Eyberg Guðlaugsson tekur út leikbann í dag.
0
Breiðablik vann fyrri leik liðanna á Selfossi, 3:1. Kristinn Steindórsson skoraði tvö mörk fyrir Blika og Guðmundur Pétursson eitt en Einar Ottó Antonsson skoraði mark Selfyssinga.
0
Breiðablik er á toppi deildarinnar fyrir leiki dagsins með 40 stig en ÍBV er með 39 og FH 38. Breiðablik getur orðið Íslandsmeistari með sigri, ef ÍBV tapar og FH vinnur ekki. Selfyssingar eru neðstir með 14 stig og verða að sigra til að eiga einhverja von um að halda sér í deildinni.
Sjá meira
Sjá allt

Breiðablik: (M), .
Varamenn: (M), .

Selfoss: (M), .
Varamenn: (M), .

Skot: Breiðablik 9 (6) - Selfoss 3 (1)
Horn: Breiðablik 7 - Selfoss 1.

Lýsandi:
Völlur: Kópavogsvöllur
Áhorfendafjöldi: 2.202

Leikur hefst
19. sept. 2010 17:00

Aðstæður:
Flott fótboltaveður. Hægviðri, skýjað og 11 stiga hiti. Völlurinn lítur ágætlega út.

Dómari: Erlendur Eiríksson
Aðstoðardómarar: Sigurður Óli Þórleifsson og Birkir Sigurðarson

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert