Eyjamenn unnu Stjörnuna

Denis Sytnik og Tonny Mawejje fagna marki Sytniks í dag.
Denis Sytnik og Tonny Mawejje fagna marki Sytniks í dag. mbl.is/Sigfús Gunnar

ÍBV og Stjarnan áttust við í 21. og næstsíðustu umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta, Pepsi-deildarinnar, á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum klukkan 17. ÍBV sigraði 2:1 og er aðeins stigi á eftir toppliði Breiðabliks fyrir lokaumferðina. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Lið ÍBV: Albert Sævarsson, Matt Garner, Finnur Ólafsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Tryggvi Guðmundsson, Tonny Mawejje, Eyþór Helgi Birgisson, Arnór Eyvar Ólafsson, Denis Sytnik, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Steenberg Christiansen.
Varamenn: Elías Fannar Stefnisson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Anton Bjarnason, Kjartan Guðjónsson, Ásgeir Aron Ásgeirsson, Óskar Elías Zöega Óskarsson, Danien Justin Warlem.

Lið Stjörnunnar: Bjarni Þórður Halldórsson, Tryggvi Sveinn Bjarnason, Jóhann Laxdal, Björn Pálsson, Atli Jóhannsson, Daníel Laxdal, Halldór Orri Björnsson, Bjarki Páll Eysteinsson, Þorvaldur Árnason, Hilmar Þór Hilmarsson, Ólafur Karl Finsen.
Varamenn: Magnús Karl Pétursson, Birgir Rafn Baldursson, Birgir Hrafn Birgisson, Arnar Már Björgvinsson, Hreiðar Ingi Ársælsson, Hafsteinn Rúnar Helgason, Víðir Þorvarðarson.

Denis Sytnik, Rasmus Christiansen og Tonny Mawejje hita upp fyrir …
Denis Sytnik, Rasmus Christiansen og Tonny Mawejje hita upp fyrir leikinn í dag. mbl.is/Sigfús Gunnar
ÍBV 2:1 Stjarnan opna loka
90. mín. Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) á skot framhjá Boltinn barst óvænt til Ólafs inn í markteig sem reyndi að stýra boltanum í netið en skotið fór talsvert yfir.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert