Sá möguleiki er fyrir hendi að úrslitin í baráttunni um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta ráðist í dag. Næstsíðasta umferðin, sú 21. röðinni, er leikin klukkan 17 og að henni lokinni gæti Breiðablik staðið uppi sem Íslandsmeistari í fyrsta skipti.
Þrjú lið eru eftir í baráttunni um titilinn eftir að KR féll úr leik:
• Breiðablik er með 40 stig og tekur á móti Selfossi á Kópavogsvelli.
• ÍBV er með 39 stig og fær Stjörnuna í heimsókn á Hásteinsvöllinn.
• FH er með 38 stig og mætir Fram í Kaplakrika.
Fari leikar svo að Breiðablik sigri Selfoss, ÍBV tapi fyrir Stjörnunni og FH vinni ekki Keflavík eru úrslitin endanlega ráðin. Geri Eyjamenn jafntefli, eiga þeir enn tölfræðilega afar veika von en þá myndu minnst 11 mörk skilja liðin að fyrir síðustu umferðina.
Eins geta úrslitin í fallbaráttunni ráðist endanlega. Vinni Selfyssingar ekki á Kópavogsvelli eru þeir endanlega fallnir. Haukar sækja Fylki heim og Grindavík tekur á móti KR. Haukar eru með 17 stig, Grindavík 20 og Fylkir 21, þannig að Haukar þurfa minnst jafntefli til að eiga möguleika í lokaumferðinni.