KR og ÍBV fengu sekt

Stuðnngsmenn ÍBV á góðum degi í Kópavogi.
Stuðnngsmenn ÍBV á góðum degi í Kópavogi. mbl.is/Eggert

Knattspyrnudeildir KR og ÍBV þurfa að greiða 25.000 krónur í sekt til Knattspyrnusambands Íslands fyrir ósæmilega hegðun. Málefni félaganna voru tekin fyrir á fundi Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í fyrrakvöld og í kjölfarið voru þau sektuð.

KR-ingar fá sektina fyrir ósæmileg skrif á heimasíðu félagsins en í aðdraganda leiks liðsins gegn ÍBV í Eyjum birtist á opinberri heimasíðu KR harðorð grein um dómarann Erlend Eiríksson.

Sekt Eyjamanna kemur til vegna framkomu stuðningsmanna félagsins í garð Halldórs Orra Björnssonar, leikmanns Stjörnunnar, í viðureign ÍBV og Stjörnunnar á Hásteinsvelli um síðustu helgi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert