Breiðablik tryggði sér í dag sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í knattspyrnu karla frá upphafi með markalausu jafntefli við Stjörnuna. Liðið varð jafnt FH að stigum en með mun betri markatölu. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
Leikurinn í dag var ansi tíðindalítill en fögnuðurinn sem braust út í leikslok þeim mun meiri. Leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn sungu og fögnuðu lengi vel á eftir.
Stjarnan: (4-3-3) Bjarni Þórður Halldórsson - Bjarki Páll Eysteinsson, Daníel Laxdal, Tryggvi Sveinn Bjarnason, Hilmar Þór Hilmarsson - Björn Pálsson, Halldór Orri Björnsson, Þorvaldur Árnason - Arnar Már Björgvinsson, Ólafur Karl Finsen, Víðir Þorvarðarson.
Varamenn: Atli Jóhannsson, Birgir Rafn Baldursson, Dennis Danry, Magnús Karl Pétursson, Birgir Hrafn Birgisson, Hreiðar Ingi Ársælsson, Hafsteinn Rúnar Helgason.
Breiðablik: (4-3-3) Ingvar Þór Kale - Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Elfar Freyr Helgason, Finnur Orri Margeirsson, Kristinn Jónsson - Jökull I. Elísabetarson, Guðmundur Kristjánsson, Olgeir Sigurgeirsson - Haukur Baldvinsson, Kristinn Steindórsson, Andri Rafn Yeoman.
Varamenn: Árni Kristinn Gunnarsson, Rannver Sigurjónsson, Sigmar Ingi Sigurðarson, Elvar Páll Sigurðsson, Tómas Óli Garðarsson, Sverrir Ingi Ingason, Bjarki Aðalsteinsson.