Breiðablik er Íslandsmeistari

Kári Árnason fyrirliði Breiðabliks lyftir Íslandsbikarnum á loft.
Kári Árnason fyrirliði Breiðabliks lyftir Íslandsbikarnum á loft. mbl.is/Eggert

Breiðablik tryggði sér í dag sinn fyrsta Íslands­meist­ara­titil í knatt­spyrnu karla frá upp­hafi með marka­lausu jafn­tefli við Stjörn­una. Liðið varð jafnt FH að stig­um en með mun betri marka­tölu. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Leik­ur­inn í dag var ansi tíðinda­lít­ill en fögnuður­inn sem braust út í leiks­lok þeim mun meiri. Leik­menn, þjálf­ar­ar og stuðnings­menn sungu og fögnuðu lengi vel á eft­ir.

Stjarn­an: (4-3-3) Bjarni Þórður Hall­dórs­son - Bjarki Páll Ey­steins­son, Daní­el Lax­dal, Tryggvi Sveinn Bjarna­son, Hilm­ar Þór Hilm­ars­son - Björn Páls­son, Hall­dór Orri Björns­son, Þor­vald­ur Árna­son - Arn­ar Már Björg­vins­son, Ólaf­ur Karl Fin­sen, Víðir Þor­varðar­son.
Vara­menn: Atli Jó­hanns­son, Birg­ir Rafn Bald­urs­son, Denn­is Dan­ry, Magnús Karl Pét­urs­son, Birg­ir Hrafn Birg­is­son, Hreiðar Ingi Ársæls­son, Haf­steinn Rún­ar Helga­son.

Breiðablik: (4-3-3) Ingvar Þór Kale - Arn­ór Sveinn Aðal­steins­son, Elf­ar Freyr Helga­son, Finn­ur Orri Mar­geirs­son, Krist­inn Jóns­son - Jök­ull I. Elísa­bet­ar­son, Guðmund­ur Kristjáns­son, Ol­geir Sig­ur­geirs­son - Hauk­ur Bald­vins­son, Krist­inn Stein­dórs­son, Andri Rafn Yeom­an.
Vara­menn: Árni Krist­inn Gunn­ars­son, Rann­ver Sig­ur­jóns­son, Sig­mar Ingi Sig­urðar­son, Elv­ar Páll Sig­urðsson, Tóm­as Óli Garðars­son, Sverr­ir Ingi Inga­son, Bjarki Aðal­steins­son.

Leikmenn Breiðabliks fagna Íslandsmeistaratitilnum í dag.
Leik­menn Breiðabliks fagna Íslands­meist­ara­titiln­um í dag. mbl.is/​Eggert
Leikmenn Breiðabliks fagna Íslandsmeistaratitilnum í dag.
Leik­menn Breiðabliks fagna Íslands­meist­ara­titiln­um í dag. mbl.is/​Eggert
Frá leik Stjörnunnar og Breiðabliks í dag.
Frá leik Stjörn­unn­ar og Breiðabliks í dag. mbl.is/​Eggert
Fagna Blikar Íslandsmeistaratitlinum í dag?
Fagna Blikar Íslands­meist­ara­titl­in­um í dag? mbl.is/​Eggert
Stjarn­an 0:0 Breiðablik opna loka
mín.
90 Leik lokið
Breiðablik er Íslandsmeistari í karlaflokki í fyrsta sinn í sögu félagsins! Innilegur fögnuður brýst út meðal leikmanna og stuðningsmanna.
90
Leiktíminn er að klárast. Tvær mínútur komnar fram yfir venjulegan leiktíma og lítið að gerast.
90
Mér sýndist tveimur mínútum vera bætt við leiktímann.
90 Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik) kemur inn á
Fyrsta breytingin á Blikaliðinu. Tómas Óli lagði upp mark í síðasta leik.
90 Haukur Baldvinsson (Breiðablik) fer af velli
90 Heiðar Atli Emilsson (Stjarnan) kemur inn á
90 Hilmar Þór Hilmarsson (Stjarnan) fer af velli
89
Blikar eru hreinlega byrjaðir að tefja enda staðan í öðrum leikjum þannig að jafntefli dugir þeim.
85
Blikar hljóta hreinlega að vita stöðuna í öðrum leikjum því það er ekki að merkja neina örvæntingu í þeirra leik enn. Þeir verjast allir sem einn þegar þess þarf.
83
Blikum hefur enn ekki tekist að skora en þeir geta þakkað fyrir að Albert Sævarsson var að klúðra víti gegn Keflavík. Blikar eru áfram á toppnum á markatölu, jafnir FH að stigum eins og staðan er núna.
80 Guðmundur Kristjánsson (Breiðablik) á skot framhjá
Magnað skot frá Guðmundi af um 30 metra færi. Boltinn virtisti stefna upp í vinstra markhornið en fór naumlega framhjá.
79 Hafsteinn Rúnar Helgason (Stjarnan) kemur inn á
79 Víðir Þorvarðarson (Stjarnan) fer af velli
78 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
71 Tryggvi S. Bjarnason (Stjarnan) á skot framhjá
Tryggvi var enn inni í miðjuboganum held ég þegar hann lét vaða en Ingvar var kominn nokkuð frá marklínunni. Boltinn fór hins vegar framhjá.
66 Stjarnan fær hornspyrnu
66 Daníel Laxdal (Stjarnan) á skot sem er varið
Daníel fékk boltann nú bara í sig og hann fór í miklum boga yfir Ingvar markvörð sem náði hins vegar með mögnuðum hætti að snúa við og blaka boltanum yfir þverslána.
65 Arnór S. Aðalsteinsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Þrumuskot upp úr aukaspyrnunni en beint á Bjarna markvörð sem hélt boltanum.
65
Nú voru Blikar að fá aukaspyrnu 20 metrum frá marki Stjörnunnar eftir að Tryggvi Sveinn var talinn hafa handleikið boltann.
62 Þorvaldur Árnason (Stjarnan) á skot framhjá
62 Hilmar Þór Hilmarsson (Stjarnan) á skot framhjá
Það var ekki Halldór Orri heldur vinstri bakvörðurinn Hilmar Þór sem tók aukaspyrnuna og þrumaði rétt framhjá vinstri markstönginni. Frábær tilraun.
61
Víðir Þorvarðarson var að sækja aukaspyrnu upp á sitt einsdæmi um 20 metrum frá marki Breiðabliks. Halldór Orri býr sig undir að taka spyrnuna.
58 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skot framhjá
Þrumuskot rétt innan vítateigsins hægra megin en boltinn fór yfir markið.
56
Blikar voru að komast í dauðafæri eftir að Arnór Sveinn kom boltanum inn í vítateiginn á Kristin Steindórsson sem kom honum áfram á Olgeir en Olgeir var rangstæður og skaut boltanum þar að auki framhjá úr góðri stöðu. Kristinn hefði nú getað skotið sjálfur líka.
52 Breiðablik fær hornspyrnu
Pressa að marki Stjörnunnar þessa stundina.
52 Breiðablik fær hornspyrnu
Blikarnir byrja seinni hálfleikinn mun betur en þann fyrri. Kristinn Jónsson átti rétt áðan frábæra stungusendingu fram völlinn á nafna sinn en Tryggvi náði til boltans á síðustu stundu.
50 Breiðablik fær hornspyrnu
Haukur átti stórhættulega sendingu fyrir markið frá hægri þar sem Kristinn var í baráttu við Stjörnumenn við nærstöngina en þeir komu boltanum í horn.
46 Leikur hafinn
Þá er seinni hálfleikur hafinn og nú byrjar Stjarnan með boltann og sækir í átt að grunnskólanum.
45 Hálfleikur
Stjörnumenn byrjuðu leikinn mun betur en eftir um 20 mínútna leik rættist betur úr leik Blika og þeir áttu besta færi leiksins þegar Kristinn Steindórsson slapp einn gegn markverði á 36. mínútu. Staðan er hins vegar markalaus í leikhléi.
44 Stjarnan fær hornspyrnu
43
Blikar voru í tvígang ógnandi uppi við mark Stjörnunnar. Fyrst átti Kristinn fyrirgjöf frá vinstri en boltinn fór einhvern veginn framhjá fjölda leikmanna í teignum, og í kjölfarið kom svo stungusending á Olgeir sem rétt missti af boltanum til Ingvars markvarðar.
42 Þorvaldur Árnason (Stjarnan) á skalla sem er varinn
Arnar Már tók hornspyrnu frá hægri og sendi boltann á fjærstöngina þar sem Þorvaldur náði aðeins lausum skalla beint á Ingvar.
42 Stjarnan fær hornspyrnu
41 Stjarnan fær hornspyrnu
40 Guðmundur Kristjánsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Guðmundur fékk boltann rúllandi út á móti sér frá Hauki, úti fyrir vítateigsboganum, og þrumaði að marki en nokkurn veginn beint á Bjarna markvörð. Bjarni náði þó ekki að halda boltanum alveg strax, en nægilega snemma til að Kristinn Steindórsson næði ekki til boltans.
37
Hér á Stjörnuvelli eru áhorfendur og leikmenn ekki upplýstir um gang mála í öðrum leikjum í kallkerfinu. Ég get hins vegar upplýst að FH er 1:0 yfir gegn Fram og ÍBV 1:0 undir gegn Keflavík. Blikar eru því í toppsætinu á markatölu.
36 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skot framhjá
Kristinn fékk boltann óvænt inn fyrir vörn Stjörnunnar og var kominn í afar gott færi vinstra megin í teignum en skaut naumlega framhjá. Færið var reyndar orðið frekar þröngt undir lokin en var engu að síður það besta í leiknum hingað til.
35 Þorvaldur Árnason (Stjarnan) á skot framhjá
Þorvaldur fékk góða sendingu út frá Arnari Má og var rétt innan vítateigsins en skotið var frekar slakt.
34 Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) á skot framhjá
Ólafur Karl sýndi lipra takta þegar hann sótti fram miðjan völlinn en hann reyndi svo að vippa boltanum yfir Ingvar markvörð sem tókst illa og knötturinn fór langt framhjá markinu.
29 Breiðablik fær hornspyrnu
29 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Olgeir skallaði boltann niður fyrir Kristin við vítateigslínuna miðja og Kristinn þrumaði að marki en Daníel komst í veg fyrir skotið og kom boltanum í horn.
27 Breiðablik fær hornspyrnu
Haukur var að elta stungusendingu fram hægri kantinn en Daníel renndi sér fótskriðu og kom boltanum í horn.
23 Breiðablik fær hornspyrnu
en ekkert varð úr henni.
23 Kristinn Jónsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Tryggvi Sveinn gaf aukaspyrnu nokkrum metrum utan vítateigs Stjörnunnar. Arnór tók hana og rúllaði boltanum til hliðar þar sem Kristinn þrumaði í átt að þverslánni en Bjarni varði í horn.
22 Breiðablik fær hornspyrnu
Jökull tekur hana.
21 Þorvaldur Árnason (Stjarnan) á skalla sem fer framhjá
Ingvar markvörður Blika missti af boltanum eftir hornspyrnu frá hægri og Þorvaldur náði skalla af fjærstöng en rétt yfir þverslána. Þarna munaði litlu.
20 Stjarnan fær hornspyrnu
Önnur hornspyrna í röð.
20 Stjarnan fær hornspyrnu
Eftir baráttu Arnars Más og Jökuls.
19
Tryggvi Sveinn var nálægt því að koma Blikum í gott færi þegar hann hitti ekki boltann á miðjum vallarhelmingi Stjörnunnar. Bjarki Páll kom honum hins vegar til bjargar og þrumaði boltanum í burtu.
14 Haukur Baldvinsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Þéttingsfast skot utan af velli en beint á Bjarna markvörð. Fyrsta marktilraun Blika.
13 Stjarnan fær hornspyrnu
13 Þorvaldur Árnason (Stjarnan) á skot sem er varið
Fínt skot frá Þorvaldi utan teigs en boltinn fór af Halldóri og stefndi neðst í hægra markhornið. Ingvar varði hins vegar stórglæsilega í horn.
11 Halldór Orri Björnsson (Stjarnan) á skot framhjá
Hörkuskot frá Halldóri við vítateigsbogann en boltinn fór rétt yfir þverslána. Upphafsmínúturnar gefa ekki góð fyrirheit fyrir Blika.
10 Stjarnan fær hornspyrnu
10 Víðir Þorvarðarson (Stjarnan) á skot sem er varið
Fínt skot hjá Víði en Ingvar varði alveg úti við hægri markstöngina.
10
Af upphafsmínútunum að dæma er einhver skjálfti í Blikaliðinu, eins og gefur að skilja. Það er þónokkur vindur hér á vellinum í átt að stúkunni sem hefur sín áhrif á leikinn.
4 Stjarnan fær hornspyrnu
Bjarki Páll átti hættulega fyrirgjöf frá hægri en Elfar Freyr kom boltanum í horn. Ekkert varð úr hornspyrnunni.
1 Leikur hafinn
Blikar byrja með boltann og sækja í átt að grunnskólanum. Góða skemmtun!
0
Jæja, nú eru fjórar mínútur í leik og liðin að ganga inn á völlinn.
0
Stuðningsmenn Blika eru mættir með blys á völlinn en það virðist ekki falla sérstaklega vel í kramið hjá vallarstarfsmönnum og var strax drepið í þeim.
0
Margir höfðu áhyggjur af því að ekki kæmust nægilega margir áhorfendur fyrir á Stjörnuvelli en úr því hefur verið reynt að leysa með ýmsum ráðum. Blikum voru til að mynda úthlutuð bestu sætin í stúkunni, fyrir miðjum vellinum. Stúkan rúmar hins vegar ekki alla og því standa stuðningsmenn á brettum uppi við auglýsingaspjöldin hringinn í kringum völlinn.
0
Blikar eru með langbestu markatöluna í deildinni og gætu hugsanlega grætt á því fari svo að þeir vinni ekki í dag. Þeir hafa auk þess að sjálfsögðu eitt stig á ÍBV og tvö stig á FH.
0
Þá eru byrjunarliðin komin eins og sjá má hér að ofan. Þeir Andri Rafn Yeoman og Olgeir Sigurgeirsson koma inn í lið Breiðabliks fyrir Alfreð og Kára sem eru í banni. Hjá Stjörnunni kemur Arnar Már Björgvinsson inn í stað Jóhanns Laxdal sem er í banni.
0
Við bíðum enn eftir að leikskýrslur detti í hús en það hlýtur að styttast í það.
0
Blikar eru ekki bara án þeirra Alfreðs og Kára því rauðhærða ljónið Guðmundur Pétursson er hér á meðal áhorfenda því hann meiddist illa í leik gegn KR í síðustu viku.
0
Breiðablik vann Stjörnuna 4:0 fyrr í sumar. Þá skoraði Alfreð nokkur Finnbogason þrennu en hann er ekki með í dag því hann tekur út leikbann líkt og fyrirliðinn Kári Ársælsson. Haukur Baldvinsson skoraði fjórða markið.
0
Núna þegar klukkutími er í að leikurinn hefjist eru öll helstu bílastæði nærri Stjörnuvellinum orðin full. Blikar eru mættir mjög tímanlega á völlinn þrátt fyrir leiðindaveður til að sjá sína menn landa Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn.
Sjá meira
Sjá allt

Stjarnan: (M), .
Varamenn: (M), .

Breiðablik: (M), .
Varamenn: (M), .

Skot: Breiðablik 9 (5) - Stjarnan 11 (4)
Horn: Breiðablik 7 - Stjarnan 9.

Lýsandi:
Völlur: Stjörnuvöllur.
Áhorfendafjöldi: 2.870

Leikur hefst
25. sept. 2010 14:00

Aðstæður:
Rok og rigning, svo gervigrasið er blautt.

Dómari: Gunnar Jarl Jónsson.
Aðstoðardómarar: Ólafur Ingvar Guðfinnsson og Frosti Viðar Gunnarsson.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert