Breiðablik, sem í dag varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti í sögu félagins, var spáð þriðja sætinu í árlegri spá þjálfara og fyrirliða fyrir Íslandsmótið. KR-ingum var þar spáð titlinum.
Blikar, undir stjórn Ólafs Kristjánssonar, hömpuðu titlinum í fyrsta skipti í sögu félagsins og nú segja gárungarnir; Hvað er grænt sem vinnur á haustin en áður var það; Hvað er grænt sem fellur á haustin.
Spá þjálfara og fyrirliðanna fyrir mótið var eftirfarandi:
1. KR
2. FH
3. Breiðablik
4. Keflavík
5. Fram
6. Valur
7. Fylkir
8. Grindavík
9. Stjarnan
10. ÍBV
11. Selfoss
12. Haukar
Lokastaðan í Pepsi-deildinni varð þessi:
1. Breiðablik
2. FH
3. ÍBV
4. KR
5. Fram
6. Keflavík
7. Valur
8. Stjarnan
9. Fylkir
10.Grindavík
11.Haukar
12.Selfoss