Kristján tekur við Val - Gunnlaugur hættir

Kristján Guðmundsson.
Kristján Guðmundsson. mbl.is/Árni

Kristján Guðmundsson tekur við þjálfun meistaraflokksliðs Vals í fótbolta þann 1. janúar. Gunnlaugur Jónsson hefur komist að samkomulagi við stjórn Vals um starfslok en hann tók við liðinu s.l. haust. Samningur Kristjáns er til þriggja ára en Kristjáni var sagt upp störfum á dögunum sem þjálfari hjá færeyska liðinu HB í Þórshöfn. 

Fréttatilkynning frá Val:

Stjórn knattspyrnudeildar Vals hefur komist að samkomulagi við Gunnlaug Jónssyni um starfslok hans sem þjálfara meistaraflokks karla frá og með 1. október næstkomandi.

Þá hefur stjórn knattspyrnudeildarinnar náð samkomulagi við Kristján Guðmundsson um hann taki við þjálfun meistaraflokks karla frá og með 1. janúar 2011 til þriggja ára.

Kristján hefur mikla reynslu sem þjálfari og hefur starfaði við þjálfun í 26 ár. Hann var síðast þjálfari HB frá Þórshöfn í Færeyjum en frá 2004 til 2009 þjálfaði hann meistarflokk Keflavíkur. Kristján hefur áður starfað við þjálfun hjá Val en hann þjálfaði yngri flokka félagsins 1995 til 1996 en fór þaðan til Malmö FF og starfaði við þjálfun yngir flokka þar, einnig hefur Kristján þjálfað meistaraflokka ÍR og Þórs Akureyri.Þá er Kristján varaformaður Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands.

Stjórn knattspyrnudeildar Vals þakkar Gunnlaugi vel unnin störf á liðnu ári og óskar honum velfarnaðar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert