Rúnar Kristinsson var í kvöld ráðinn þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu til næstu þriggja ára, í það minnsta, en frá þessu var greint á vef Vesturbæjarfélagsins.
Rúnar, sem er landsleikjahæsti knattspyrnumaður Íslands með 104 A-landsleiki, hefur verið yfirmaður knattspyrnumála hjá KR frá haustinu 2007. Hann tók síðan við sem þjálfari KR-liðsins á miðju nýliðnu tímabili þegar Loga Ólafssyni var sagt upp störfum.
Pétur Pétursson verður áfram aðstoðarþjálfari KR-liðsins ásamt því að þjálfa áfram 2. flokk karla hjá félaginu.