Sævar Þór Gíslason, fyrirliði Selfyssinga, skoraði eitt markanna í 5:2 sigri þeirra á Grindvíkingum í lokaumferð Íslandsmótsins í knattspyrnu. Þar með varð hann markahæsti leikmaður Selfoss í deildinni í ár með 5 mörk og státar nú af því einstaka afreki að vera markakóngur þriggja félaga í efstu deild.
Sævar spilaði fyrst í efstu deild með ÍR árið 1998, eina ár Breiðholtsfélagsins þar, og varð markahæstur þar með 6 mörk. Hann lék síðan með Fylki frá 2000 til 2007 og er enn langmarkahæsti leikmaður Árbæjarliðsins í deildinni með 41 mark.
Ítarleg umfjöllun um Pepsí-deild karla er í 12 síðna íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.