Eins og mbl.is greindi frá á laugardaginn verður Þorvaldur Örlygsson áfram við stjórnvölinn hjá Fram og í dag er staðfest á heimasíðu Framara að Þorvaldur hafi skrifað undir nýjan samning við Safamýrarliðið sem gildir út árið 2013.
Þorvaldur hefur stýrt Fram-liðinu undafarin þrjú ár. Fyrsta tímabilið höfnuðu Framarar í þriðja sæti undir hans stjórn, í fyrra lenti Fram í fjórða sæti og á nýliðnu tímabili varð fimmta sæti hlutskipti Framara í Pepsi-deildinni.