Srdjan Rajkovic í mark Þórsara

Srdjan Rajkovic, nýr markvörður Þórsara.
Srdjan Rajkovic, nýr markvörður Þórsara. www.kff.is

Srdjan Rajkovic, markvörður úr Fjarðabyggð, er genginn til liðs við Þórsara á Akureyri, sem á dögunum tryggðu sér sæti í úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Rajkovic, sem er 34 ára, er frá Serbíu og hefur leikið í 12 ár hér á landi, þar af í ellefu ár með Fjarðabyggð, og er leikjahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. Hann var fyrirliði Austfirðinganna í 1. deildinni í sumar og hefur verið einn besti markvörður deildarinnar undanfarin ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka