Auðun og Grétar Ólafur hætta með Grindavík

Grindvíkingar í baráttunni í sumar.
Grindvíkingar í baráttunni í sumar. mbl.is

Knattspyrnudeild Grindavíkur og Auðun Helgason hafa komist að samkomulagi um starfslok Auðuns hjá félaginu en hann átti eitt ár eftir af samningi. Auðun lék 21 leik með Grindavík í sumar og skoraði eitt mark.

Þá hefur knattspyrnudeild Grindavíkur ákveðið að endurnýja ekki samning við Grétar Ólaf Hjartarson en samningur hans rennur út í haust. Grétar kom við sögu í 20 leikjum liðsins í sumar og skoraði 3 mörk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka