Björgólfur á förum frá KR

Björgólfur Takefusa.
Björgólfur Takefusa. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björgólfur Takefusa, knattspyrnumaðurinn marksækni, er á förum frá KR þó hann eigi eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Þetta kemur fram í viðtali við hann á Fótbolta.net í dag.

„Það er vilji beggja aðila að slíta þessu samstarfi. Ég er búinn að vera lengi þarna og eiga góða og slæma tíma. Ég vona að ég sé búinn að skila ágætri vinnu," segir Björgólfur m.a. í viðtalinu.

Frétt Fótbolta.net í heild.

Björgólfur er þrítugur og skoraði 6 mörk í 20 leikjum fyrir KR í úrvalsdeildinni í sumar. Hann er annar markahæsti KR-ingurinn í efstu deild frá upphafi með 50 mörk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka