Björgólfur Takefusa til Víkings

Björgólfur Takefusa í leik með KR.
Björgólfur Takefusa í leik með KR. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björgólfur Takefusa, sóknarmaðurinn reyndi, gekk í dag til liðs við Víkinga, nýliðana í úrvalsdeildinni í knattspyrnu, og samdi við þá til þriggja ára.

Björgólfur, sem er þrítugur, er þar með laus allra mála við KR sem hann hefur leikið með undanfarin ár en hann er næst markahæsti leikmaður félagsins í efstu deild frá upphafi með 50 mörk. Þar af gerði hann 6 í sumar, í 20 leikjum í deildinni.

Á síðasta ári, 2009, varð hann markakóngur deildarinnar með 16 mörk og tryggði sér titilinn með því að skora fimm mörk gegn Val í síðustu umferðinni.

Björgólfur lék áður með Þrótti og Fylki og Víkingur er því hans fjórða Reykjavíkurlið. Samtals hefur hann skorað 73 mörk í 137 leikjum í efstu deild og spilað þrjá A-landsleiki fyrir Íslands hönd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert