Gylfi samdi við Fylkismenn

Gylfi Einarsson fagnar eftir að hafa skorað fyrir Ísland gegn …
Gylfi Einarsson fagnar eftir að hafa skorað fyrir Ísland gegn Ítalíu á Laugardalsvellinum árið 2004. mbl.is/Brynjar Gauti

Gylfi Einarsson, sem hefur leikið sem atvinnumaður í knattspyrnu í Noregi og Englandi undanfarin tíu ár, hefur gengið frá samningi við sitt gamla félag, Fylki, til þriggja ára.

Frá þessu er sagt á vef Fylkismanna.

Gylfi lék með Lilleström í Noregi, síðan Leeds í Englandi, og loks með Brann í Noregi núna síðustu árin. Hann er 32 ára gamall og spilaði 24 landsleiki fyrir Íslands hönd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert