Markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er hættur í Fram en að því er fram kemur á vef félagsins hefur hann ákveðið að leita á önnur mið. Samningur Hannesar við Safamýrarliðið rennur út um áramótin en hann hefur varið mark liðsins undanfarin fjögur ár.
Flest bendir til þess að Hannes Þór gangi í raðir KR-inga og leysi Lars Moldskred af hólmi en KR-ingar hafa ákveðið að endurnýja ekki samninginn við Norðmanninn.
Hannes Þór er 26 ára gamall sem hefur leikið 84 leiki með Fram í efstu deild en þar áður lék hann með Stjörnunni í 1. deild og Aftureldingu og Leikni Reykjavík í 2. deildinni.