Miðjumaðurinn Arnór Eyvar Ólafsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnulið ÍBV. Arnór, sem er 21 árs missti af upphafi tímabilsins en leysti svo James Hurst af í hægri bakvarðastöðunni þegar Hurst hélt heim til Englands áður en leiktíðin var úti hér á landi.
Arnór kom við sögu í tíu leikjum í úrvalsdeild í sumar. Alls hefur hann leikið 75 leiki í deild og bikar fyrir ÍBV og skorað í þeim tvö mörk.
Eyjamenn vinna nú að því að tryggja sér áframhaldandi starfskrafta þeirra sem léku með liðinu í sumar. Anton Bjarnason skrifaði á dögunum undir þriggja ára samning.
Arnór hefur alla tíð verið í
herbúðum ÍBV og oftar en ekki leikið sem bakvörður.