Fyrirliði Víkinga til ÍBV

Brynjar Gauti er hér fyrir miðju í bikarleik gegn Stjörnunni …
Brynjar Gauti er hér fyrir miðju í bikarleik gegn Stjörnunni í sumar. mbl.is

Eyjamenn hafa fengið til sín þriðja leikmanninn á skömmum tíma því í dag sömdu þeir við fyrirliða Víkings Ólafsvík, hinn efnilega knattspyrnumann Brynjar Gauta Guðjónsson. Hann gerði samning sem gildir til þriggja ára.

Áður hafði ÍBV samið við þá Ian Jeffs og Guðmund Þórarinsson.

Brynjar Gauti er 18 ára gamall miðvörður en hefur engu að síður verið fastamaður í liði Víkings síðustu tvö ár. Hann lék stórt hlutverk í góðu gengi Víkinga í sumar en þeir unnu 2. deildina án þess að tapa leik og komust í undanúrslit VISA-bikarsins.

Brynjar Gauti á að baki 26 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og var fyrirliði U19 ára landsliðsins í ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert