Knattspyrnumaðurinn Arnar Gunnlaugsson skrifaði í dag undir samning til eins árs við Fram og mun því leika með liðinu í Pepsideildinni á næstu leiktíð.
Morgunblaðið greindi frá því á dögunum að Arnar væri í viðræðum við Fram sem og önnur félög, en hann hefur nú ákveðið að spila með Safamýrarliðinu.
Arnar er 37 ára gamall og kemur til Fram frá Haukum þar sem hann spilaði við góðan orðstír síðasta sumar.
Fram er sjötta íslenska liðið sem hann spilar með en áður hafði Arnar leikið með uppeldisfélagi sínu ÍA, KR, FH, Val og loks Haukum.
Hann hefur einnig leikið sem atvinnumaður hjá Dundee United í Skotland, með Stoke, Leicester og Bolton á Englandi, Sochaux í Frakklandi, Nürnberg í Þýskalandi og Feyenoord í Hollandi.
Hann á að baki 32 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.