Keppni hefst jafnvel 1. maí

Kári Árnason fyrirliði Breiðabliks lyftir Íslandsbikarnum á loft.
Kári Árnason fyrirliði Breiðabliks lyftir Íslandsbikarnum á loft. mbl.is/Eggert

Samkvæmt drögum um niðurröðun í Pepsi-deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð sem Morgunblaðið hefur undir höndum stendur til að byrja deildina þann 1. maí og lokaumferðin fari fram 1. október. Drögin voru kynnt forráðamönnum liðanna af Birki Sveinsson formanni mótanefndar KSÍ í vikunni en þátttaka U21 ára landsliðsins í úrslitakeppni Evrópumótsins í Danmörku næsta sumar hefur sett strik í reikninginn varðandi niðurröðunina.

Í drögunum er gert ráð fyrir að spila fimm umferðir í maímánuði og þrjár umferðir í júní en úrslitakeppni Evrópumót U21 ára landsliða verður haldin 11. -25 júní. Félög sem eiga leikmenn í U21 landsliðinu sem vilja fresta leikjum sínum yrðu að sækja um það sérstaklega.

Bikarkeppnin á samkvæmt drögunum að hefjast 8. maí en Pepsi-deildarliðin koma inn í 3. umferðina, 32-liða úrslitin, sem áætlað er að fari fram 29. og 30. maí en úrslitaleikurinn verði spilaður um miðjan ágústmánuð líkt og á síðustu leiktíð.

gummih@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert