Þriðji Færeyingurinn til Vals

Kristján Guðmundsson var ráðinn þjálfari Vals í haust.
Kristján Guðmundsson var ráðinn þjálfari Vals í haust. mbl.is/Árni Sæberg

Það verða þrír Færeyingar hið minnsta í herbúðum Vals á næstu leiktíð í Pepsideildinni í knattspyrnu en félagið hefur nú samið við framherjann Christian Mouritsen til tveggja ára.

Þetta kom fram á fótbolti.net í dag.

Ljóst er að vera þjálfarans Kristjáns Guðmundssonar í Færeyjum síðasta sumar, þar sem hann þjálfaði lið HB, hefur haft sitt að segja í þessari innreið Færeyinga í íslenskt fótboltalíf.

Áður höfðu þeir Jónas Þór Næs og Pól Jóhannus Justinussen samið við félagið nú í haust, og sömuleiðis Íslendingarnir Sindri Snær Jensson, Guðjón Pétur Lýðsson, Halldór Kristin Halldórsson, Andra Fannar Stefánsson og Hörð Sveinsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert