ÍBV vann á Akranesi

Denis Sytnik skoraði fyrir ÍBV.
Denis Sytnik skoraði fyrir ÍBV. mbl.is/Sigfús Gunnar

Eyjamenn lögðu Skagamenn að velli, 1:0, í Akraneshöllinni í gærkvöld þegar liðin mættust þar í Fótbolta.net mótinu, nokkurs konar Faxaflóamóti, í meistaraflokki karla í fótboltanum.

Úkraínumaðurinn Denis Sytnik skoraði sigurmark Eyjamanna en félagi hans í marki ÍBV, Abel Dhaira, varði vítaspyrnu frá Gary Martin, framherja ÍA, í leiknum. Dhaira er frá Úganda og kom til liðs við Eyjamenn seint á síðasta sumri.

ÍBV er þar með komið með 6 stig í B-riðli, ÍA og Stjarnan eru með 3 stig en FH er án stiga.

Í B-riðli er HK með 4 stig, Keflavík 3, Breiðablik 3 og Grindavík 1 stig. Lokaumferð í riðlunum er leikin á morgun og síðan verður leikið til úrslita um sæti í mótinu um aðra helgi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert