ÍBV setti þrjú í seinni og vann FH

Eyjamenn höfðu betur gegn FH.
Eyjamenn höfðu betur gegn FH. mbl.is/Ómar Óskarsson

ÍBV hrósaði 3:2 sigri gegn FH í síðasta leik dagsins í fótbolta-net mótinu og þar með er ljóst að ÍBV og Keflavík leika til úrslita á mótinu. FH var 2:0 yfir eftir fyrri hálfleikinn en Eyjamenn svöruðu með þremur mörkum í seinni hálfleik.

Þar með liggur einnig fyrir að 1. deildarliðin HK og ÍA spila um 3. sætið í mótinu. Grindavík og Stjarnan spila um 5. sætið en Íslandsmeistarar Breiðablik og bikarmeistarar FH spila um 7. sætið. Úrslitaleikirnir fara fram um næstu helgi.

Það voru Gunnar Kristjánsson og Ólafur Páll Snorrason sem skoruðu fyrir FH í fyrri hálfleiknum í Kórnum. Ian Jeffs, Denis Sytnik og Tonny Mawejje svöruðu fyrir ÍBV í síðari hálfleiknum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert