Gunnar Heiðar skoraði (myndskeið)

Óskar Örn Ólafsson formaður knattspyrnudeildar ÍBV og Gunnar Heiðar Þorvaldsson …
Óskar Örn Ólafsson formaður knattspyrnudeildar ÍBV og Gunnar Heiðar Þorvaldsson við undirritunina. Svo gæti farið að hann spili ekki með ÍBV í sumar. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Svo gæti farið að Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem er á reynslu hjá sænska liðinu Norrköping spili ekki fyrir ÍBV í sumar. Gunnar sem skrifaði undir þriggja ára samning við Eyjamenn er að standa sig vel hjá Norrköping og skoraði eitt og lagði upp önnur tvö þegar liðið mætti varaliði Real Mallorca í gær eins og fram kom í Morgunblaðinu í morgun. Leikurinn endaði 5:0 og frammistaða Íslendingsins stóð upp úr.  

Myndskeið af marki Gunnars og viðtal við hann á sænsku má sjá hér að neðan. Gunnar er númer 14 hjá Norrköping sem spilar í hvítum búningum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka