Gunnar Heiðar samdi við Norrköping

Gunnar Heiðar Þorvaldsson þegar hann handsalaði samninginn við ÍBV.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þegar hann handsalaði samninginn við ÍBV. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Knattspyrnumaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson skrifaði í morgun undir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Norrköping að því fram kemur á vef félagsins í dag. Þar með er ljóst að Eyjamenn munu ekki njóta krafta sóknarmannsins í sumar en ekki er langt síðan hann gerði samning við ÍBV um að leika með liðinu næstu árin.

Gunnar hefur verið til reynslu hjá Norrköping síðustu dagana og fór í æfinga- og keppnisferð með liðinu til Mallorca og skoraði þar í leik með liðinu. Þjálfari Norrköping er Janne Andersson en Gunnar lék undir hans stjórn hjá Halmstad frá 2004-2006 en Gunnar varð markakóngur sænsku deildarinnar síðasta tímabilið sem hann lék með liðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert