Bjarni Hólm til liðs við Levanger

Bjarni Hólm Aðalsteinsson, til hægri, í leik gegn Breiðabliki.
Bjarni Hólm Aðalsteinsson, til hægri, í leik gegn Breiðabliki. mbl.is/Ómar

Bjarni Hólm Aðalsteinsson knattspyrnumaður frá Seyðisfirði, sem hefur leikið með Keflavík undanfarin tvö ár, er genginn til liðs við norska 2. deildarliðið Levanger og hefur skrifað undir tveggja ára samning. Þetta kemur fram á vef norska félagsins.

Bjarni er 26 ára varnarmaður og hefur spilað 92 leiki í efstu deild með Keflavík, ÍBV og Fram, ásamt því að spila með Hugin frá Seyðisfirði. Hann á að baki leiki með öllum yngri landsliðum Íslands, þar á meðal tvo með 21-árs landsliðinu.

Bjarni fór til æfinga með Levanger 10. mars og var hjá félaginu í tíu daga, og var boðinn samningur í framhaldi af því.

Þjálfari Levanger er Rúnar Páll Sigmundsson, fyrrum þjálfari HK, sem nú er sitt annað tímabil með liðið. Með því spilar einnig Hörður Magnússon sem kom til liðsins frá HK í ágúst á síðasta ári.

Sjá nánar frétt á vef Levanger og þar er að finna myndband tekið af Bjarna á æfingu liðsins og í æfingaleik. Smellið hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert