Tveir Englendingar til ÍBV

Eyjamenn í baráttu við Fram í deildabikarnum á dögunum.
Eyjamenn í baráttu við Fram í deildabikarnum á dögunum. mbl.is/Árni Sæberg

ÍBV hefur fengið tvo enska knattspyrnumenn frá 3. deildarliðinu Crewe Alexandra og þeir munu spila með Eyjamönnum í úrvalsdeildinni í sumar. Eyjafréttir greindu frá þessu í morgun og brottför piltanna til Íslands hefur verið staðfest á vef Crewe.

Þar kemur fram að þeir muni spila með ÍBV fram í júlí.

Jordan Connerton er 21 árs sóknarmaður sem hefur verið í rúmt ár í herbúðum Crewe, en verið í láni hjá Lancaster City, þar sem hann skoraði 35 mörk á síðasta tímabili.

Kelvin Mellor er 20 ár varnar- eða miðjumaður sem hefur fyrst og fremst spilað með varaliði Crewe en á að baki einn leik með aðalliðinu.

Connerton og Mellor fóru á dögunum með Eyjamönnum í æfingaferð til Spánar.

„Jordan og Kelvin hafa samþykkt að fara til Íslands og koma aftur í júlí. Það verður gott fyrir þá báða að spila dálítið af leikjum þar.  Jordan þarf að byggja upp sjálfstraustið á ný og vera jafn ógnandi og hann var með Lancaster. Kevin er mjög hæfileikaríkur, enn frekar óstyrkur þegar hann spilar og þarf að öðlast sjálfstraust. Það kemur bara með því að spila og þetta verður tækifæri fyrir hann að bæta sig," sagði hinn gamalreyndi knattspyrnustjóri Crewe, Dario Gradi, á vef enska félagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka