Gunnar Már lánaður til Þórs

Gunnar Már, lengst til hægri, ásamt Atla Viðar Björnssyni og …
Gunnar Már, lengst til hægri, ásamt Atla Viðar Björnssyni og Guðmundi Sævarssyni. mbl.is

Knattspyrnumaðurinn Gunnar Már Guðmundsson úr FH  mun leika með nýliðum Þórs í Pepsideildinni í sumar. Að því er fram kemur á vef Þórsara hefur félagið náð samkomulagi við FH-inga um að fá leikmanninn að láni og mun hann skrifa undir samning við Akureyrarliðið á morgun.

Gunnar Már gekk í raðir FH-inga fyrir tímabilið í fyrra frá Fjölni. Hann hefur verið töluvert mikið frá vegna meiðsla og hefur lítið leikið með Hafnarfjarðarliðinu á undirbúningstímabilinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka