Sænskur kantmaður til liðs við Þór?

Þórsarar fagna marki.
Þórsarar fagna marki. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Nýliðar Þórs í Pepsi-deild karla í knattspyrnu reyna nú að styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi átök. Um helgina fékk liðið miðjumanninn Gunnar Má Guðmundsson að láni frá FH-ingum og spilar hann með Akureyrarliðinu út leiktíðina.

Þá gæti sænskur kantmaður bæst í hóp Þórsara í vikunni. Sá heitir Emanuel Svensson og er á mála hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Mjällby. Hann er 22 ára gamall og hefur komið við sögu í þremur leikjum liðsins í deildinni á tímabilinu. Að sögn Páls Viðars Gíslasonar, þjálfara Þórsara, sem Morgunblaðið ræddi við í gærkvöldi skýrist það í dag hvort Svíinn kemur til liðsins að láni.

Fleiri útlendingar gætu verið á leiðinni til liða í Pepsi-deildinni. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnumanna, fór til Danmerkur á dögunum til að kanna leikmannamarkaðinn og Nikolaj Hagelskjær, 21 árs gamall framherji úr Vejle, gæti gengið í raðir Garðabæjarliðsins í vikunni.

gummih@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert