Enn styrkist lið Vestfirðinga

Guðjón Þórðarson.
Guðjón Þórðarson. mbl.is

Guðjón Þórðarson, þjálfari Vestfirðinga, er enn að safna liði fyrir átökin sem framundan eru í 1. deildinni í knattspyrnu í sumar. Tveir enskir leikmenn eru nú til skoðunar hjá BÍ/Bolungarvík.

Samkvæmt öruggum heimildum Morgunblaðsins eru allar líkur á því að félagið muni semja við annan þeirra, Michael Abnett sem er tæplega tvítugur og kemur frá Crystal Palace. Abnett getur spilað hvort heldur sem er á kantinum eða í bakverði. Abnett fór upp í gegnum yngri flokkana hjá Palace og hefur leikið fjóra leiki með aðalliði félagsins.

Nicky Deverdics er hins vegar nýkominn til landsins og eiga Djúpmenn því eftir að skoða hann. Um er að ræða 23 ára gamlan miðjumann sem var í unglingaliði Newcastle í nokkur ár og lék 12 leiki með varaliði félagsins. Deverdics hefur síðan þá leikið með Gateshead, Barnet og Blyth Spartans í neðri deildum á Englandi og Gretna í Skotlandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert