Grænn og nokkuð sléttur

Andri Ólafsson fyrirliði ÍBV í baráttu við Jökul I. Elísabetarson.
Andri Ólafsson fyrirliði ÍBV í baráttu við Jökul I. Elísabetarson. mbl.is/Sigfús Gunnar

„Völlurinn er allavega orðinn ágætlega grænn og nokkuð sléttur, hve lengi sem hann svo endist þannig eftir að flautað verður til leiks á mánudaginn,“ sagði Andri Ólafsson, fyrirliði knattspyrnuliðs ÍBV, við Morgunblaðið í gær.

Andri vinnur sem vallarstarfsmaður á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum og sló völlinn í gær, í fyrsta skipti á þessu vori ÍBV tekur á móti Fram á mánudaginn kemur í fyrstu umferð Íslandsmótsins og Andri sagði að völlurinn væri leikhæfur þó hann ætti nokkuð í land með að komast í sitt besta stand.

„Hann er frekar laus í sér ennþá, eins og búast má við á vorin, en það er engin bleyta í honum að ráði. Hann er vel undirbyggður, með flott kerfi, og drenar sig vel,“ sagði Andri.

Hásteinsvöllur verður undir mestu álagi allra vallanna í byrjun móts því ÍBV byrjar Íslandsmótið á tveimur heimaleikjum. Á eftir Frömurum eru það Fylkismenn sem sækja Eyjarnar heim laugardaginn 7. maí.

Nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag þar sem m.a. er mynd af Andra við sláttinn á Hásteinsvelli.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert