Leikur Fylkis og Grindavíkur í Kórnum

Fyrsti deildaleikur Gylfa Einarssonar á Íslandi eftir langa fjarveru verður …
Fyrsti deildaleikur Gylfa Einarssonar á Íslandi eftir langa fjarveru verður í Kórnum. mbl.is/Brynjar Gauti

Leikur Fylkis og Grindavíkur í 1. umferð Pepsí-deildar karla í knattspyrnu mun fara fram í Kórnum í Kópavogi en ekki á Árbæjarvelli eins og áætlað var.

Á vef KSÍ hefur leikurinn verið settur á í Kórnum sem er knattspyrnuhöll fyrir þá sem ekki þekkja til. 

Ástand Árbæjarvallar þykir ekki gott og Fylkismenn hafa væntanlega ekki talið að völlurinn yrði leikfær á mánudagskvöldið þegar liðin mætast. 

Gervigrasvöllur þeirra stenst ekki þá staðla sem kveðið er á um í leyfiskerfi KSÍ og því er ekki hægt að færa leikinn þangað. 

Eins og fram kemur í Morgunblaðinu í dag þurfti síðast að færa leiki af grasi í 1. umferð Íslandsmótsins árið 1991 eða fyrir tuttugu árum síðan. Þá léku Stjarnan og Valur annars vegar og KA og ÍBV annars vegar á malarvöllum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert