„Við stefnum að því að gera betur í sumar heldur en í fyrra og ég tel okkur hafa vel burði til þess,“ sagði Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflvíkinga, í samtali við Morgunblaðið þegar hann var spurður út í markmið Keflavíkurliðsins á komandi leiktíð.
Keflvíkingar enduðu í sjötta sæti á síðustu leiktíð eða sama sæti og árið á undan en bið Suðurnesjaliðsins eftir Íslandsmeistaratitlinum er orðin löng því það varð síðast meistari fyrir 38 árum síðan. Keflvíkingar virtust vera að landa titlinum haustið 2008 en tap á heimavelli fyrir Fram í lokaumferðinni kom í veg fyrir það og það tók langan tíma fyrir liðsmenn Keflavíkur að jafna sig á því.
„Við vorum ekki ánægðir með niðurstöðuna á síðasta tímabili. Við vorum í toppbaráttu fram í tólftu umferð en þá misstum við móðinn og náðum ekki að blanda okkur í baráttuna á ný. Nú erum við vonandi reynslunni ríkari. Á pappírunum tel ég að við séum ekki með veikara lið heldur en í fyrra en það má kannski segja að við séum svolítið óskrifað blað eins og staðan er hjá okkur í dag,“ sagði Haraldur Freyr.
Sjá nánar viðtal við Harald Frey, umfjöllun um lið Keflavíkur og öll önnur
í Pepsi-deild karla í 32ja síðna fótboltablaði Morgunblaðsins í dag.