Í kvöld verður brotið blað í sögu íslenskrar knattspyrnu þegar leikið verður innanhúss í fyrsta skipti í efstu deild karla. Á föstudag var ákveðið að færa viðureign Fylkis og Grindavíkur í knattspyrnuhúsið Kórinn í Kópavogi og leikurinn hefst þar á sama tíma og áður var fyrirhugað, eða klukkan 19.15.
Tuttugu ár eru síðan leikur var síðast fluttur af grasi yfir á annað undirlag í fyrstu umferð efstu deildar karla. Það var árið 1991 þegar tveir leikir þurftu að fara fram á malarvöllum vegna slæmra vallarskilyrða, á malarvelli Stjörnunnar í Garðabæ og KA á Akureyri, en þeir eru nú báðir horfnir og vellir af annarri tegund komnir í staðinn.
Það er hins vegar vel þekkt úr 1. deildinni að spila innanhúss í byrjun Íslandsmótsins. Þar hefur verið spilað í Kórnum, Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði og Boganum á Akureyri í fyrstu umferðunum síðustu árin, og einnig í Reykjaneshöllinni í lokaumferð deildarinnar.
Þetta er þriðja árið í röð þar sem þessi félög mætast í fyrstu umferð. Tvö síðustu ár hafa þau mæst á Laugardalsvellinum og Fram sigraði 2:0 í bæði skiptin.
Leikurinn er líka sögulegur vegna þess að Eyjamenn og Fram tóku bæði þátt í fyrsta Íslandsmótinu árið 1912.
Framarar hafa aðeins sótt tvö stig til Eyja í síðustu fimm heimsóknum sínum þangað.
Halldór Orri Björnsson hefur reynst Keflvíkingum erfiður en hann hefur skorað fjögur mörk í fjórum viðureignum liðanna undanfarin tvö ár.
Valsmenn hafa aðeins fengið tvö stig úr síðustu sex viðureignum sínum við FH undanfarin ár. FH hefur unnið Val í sex af átta heimsóknum sínum á Hlíðarenda á þessari öld.