Jóhann kom inná og tryggði Keflavík sigur

Einar Orri Einarsson og Baldvin Sturluson eigast við í leiknum …
Einar Orri Einarsson og Baldvin Sturluson eigast við í leiknum í kvöld. mbl.is/Víkurfréttir

Jóhann B. Guðmundsson tryggði Keflavík 4:2 sigur á Stjörnunni í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu í kvöld með tveimur mörkum eftir að hafa komið inná sem varamaður. Stjarnan komst tvívegis yfir í leiknum.

Daníel Laxdal og Halldór Orri Björnsson skoruðu mörk Stjörnunnar en Hilmar Geir Eiðsson og Guðmundur Steinarsson jöfnuðu metin fyrir Keflavík jafnharðan. Fyrrnefndur Jóhann skoraði svo tvö mörk á 6 mínútna kafla seint í leiknum.

Lið Keflavíkur: (4-3-3) Ómar Jóhannsson - Guðjón Árni Antoníusson, Adam Larsson, Haraldur Freyr Guðmundsson, Goran Jovanovski - Einar Orri Einarsson, Andri Steinn Birgisson, Arnór Ingvi Traustason - Hilmar Geir Eiðsson, Guðmundur Steinarsson, Magnús Þórir Matthíasson.

Varamenn: Árni Freyr Ásgeirsson, Jóhann B. Guðmundsson, Magnús S. Þorsteinsson, Bojan Stefán Ljubicic, Brynjar Örn Guðmundsson, Magnús Þór Magnússon, Grétar Hjartarson.

Lið Stjörnunnar: (4-3-3) Magnús Karl Pétursson - Jóhann Laxdal, Nikolaj Hagelskjær, Daníel Laxdal, Hafsteinn Rúnar Helgason - Baldvin Sturluson, Björn Pálsson, Halldór Orri Björnsson - Víðir Þorvarðarson, Garðar Jóhannsson, Hörður Árnason.

Varamenn: Davíð Guðjónsson, Sindri Már Sigurþórsson, Hilmar Þór Hilmarsson, Birgir Rafn Baldursson, Þorvaldur Árnason, Aron Grétar Jafetsson, Grétar Atli Grétarsson.

Keflavík 4:2 Stjarnan opna loka
90. mín. Goran Jovanovski (Keflavík) fær gult spjald Fyrir að toga Daníel niður úti við hliðarlínu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert