„Magnús á að keppa á Ólympíuleikunum“

Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindavíkur, sagðist hafa vitað að næg geta byggi í Grindavíkurliðinu til að snúa leiknum gegn Fylki sér í hag.

Sú varð raunin því Grindavík lenti 0:2 undir eftir aðeins 27 mínútur þegar liðin mættust í Kórnum í kvöld í 1. umferð Pepsí-deildarinnar í knattspyrnu. Grindavík sigraði 3:2 en Orri skoraði fyrsta mark Grindavíkur undir lok fyrri hálfleiks og lagði upp hin tvö. Varamaðurinn Magnús Björgvinsson skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Magnús nýtt hraðann vel og stakk varnarmenn Fylkis af. Orri sagði Magnús sem betur fer hafa átt inni kraft til að nýta marktækifærið. Varðandi hraðann hjá Magnús sagði Orri að hann ætti að keppa í spretthlaupi á Ólympíuleikum.

Orri Freyr Hjaltalín skorar fyrsta mark Grindavíkur í kvöld.
Orri Freyr Hjaltalín skorar fyrsta mark Grindavíkur í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka