Tryggvi skoraði á síðustu stundu

Tryggvi Guðmundsson tryggði ÍBV sigur með marki á síðustu mínútu …
Tryggvi Guðmundsson tryggði ÍBV sigur með marki á síðustu mínútu gegn Fram á Hásteinsvelli í kvöld. mbl.is/Sigfús Gunnar

Tryggvi Guðmundsson tryggði ÍBV þrjú stig úr leiknum við Fram í upphafsumferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, á Hásteinsvelli í kvöld, 1:0.

Tryggvi skoraði sigurmarkið þegar rétt tæpar þrjár mínútur voru liðnar af uppbótartíma leiksins á Hásteinsvelli. 

Eyjamenn voru sterkari í fyrri hálfleik er þeir léku undan vindi en náðu ekki að skora. Frömurum tókst ekki að nýta sér byrinn í síðari hálfleik og einkenndist leikur liðsins á köflum nokkuð af lang- og háspyrnum.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Byrjunarlið Fram: Ögmundur Kristinsson, Kristján Hauksson, Kristinn Ingi Halldórsson, Halldór Hermann Jónsson, Jón Gunnar Eysteinsson, Samuel Lee Tillen, Hjálmar Þórarinsson, Almarr Ormarsson, Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Jón Guðni Fjóluson, Jón Orri Ólafsson.
Varamenn: Denis Cardakilja, Hlynur Atli Magnússon, Andri Júlíusson, Orri Gunnarsson, Guðmundur Magnússon, Tómas Leifsson, Mark Redshaw, Stefán Birgir Jóhannesson.

Byrjunarlið ÍBV: Albert Sævarsson, Matt Garner, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson, Tonny Mawejje, Arnór Eyvar Ólafsson, Denis Sytnik, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Steenberg Christiansen, Ian David Jeffs.
Varamenn: Abel Dhaira, Brynjar Gauti Guðjónsson, Finnur Ólafsson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Guðmundur Þórarinsson, Jordan Connerton, Kelvin Mellor.

ÍBV 1:0 Fram opna loka
90. mín. Jordan Connerton, sóknarmaður ÍBV virtist vera að sleppa í gegnum vörn Framara eftir glæsilega stungusendingu Tryggva Guðmundssonar. En Connerton féll við og var engu líkara en að Jón Guðni Fjóluson hefði farið aftan í hann. En Þorvaldur Árnason, dómari dæmdi ekkert, umdeilt.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert